Signet

Spurt og svarað

Signet styður alla helstu vafra sbr. Chrome, Safari, Internet Explorer, Firefox og Opera hvort heldur um er að ræða tölvur eða snjalltæki.

Signet sendir póst á þá sem eiga að undirrita skjal. Í póstinum er hlekkur á undirritunarviðmót Signet.


Einnig er hægt að nálgast skjöl í skjalalista Signet. Þar er svo valið undirritun sem sendir þig í undirritunarviðmót Signet.


1. Fyrst velur þú skjal sem þú vilt undirrita.
2. Næst velur þú undirritendur.
3. Að lokum velur þú að senda skjal í undirritun sem sendir þig á undirritunarsíðu Signet.

Nei, enn sem stendur er eingöngu hægt að hlaða inn PDF skjölum. Við viljum þó benda á að einfalt er að breyta Word skjölum í PDF með því að velja "Vista sem" og velja skráarsnið PDF.

Nei það er engin takmörk á því hve margir undirritendur eru á hverju skjali.

Nei ekki er hægt að breyta skjalinu eftir að undirritunarferlið er hafið.

Undirritun er tengd ákveðnum einstakling út frá skilríki hvort heldur er á korti eða síma. Þannig getur eingöngu handhafi skilríkisins undirritað.

Þá ferðu í skjalalistann og velur að hlaða niður skjali með því að velja tákn sem auðkennir niðurhal:

Þá hleðst skjalið niður, því næst getur þú opnað skjalið með því að velja "Open" í vafranum:

Næst er hægri smellt á skjalið og valið "Save as" og skjalið vistað:

Á síðunni skráning er hægt að breyta upplýsingum sbr. síma, netfangi og mynd af undirritun.


Signet keyrir á öllum helstu stýrikerfum sem erum með vafra(sjá spurningum Styður Signet alla vafra). Undirritun með skilríki á korti virkar eingöngu á Windows stýrikerfum. Ef þú ert með skilríki á farsíma þá er hægt að undirrita á flestum stýrikerfum hvort heldur er um að ræða tölvu eða snjalltæki.

Já, hægt er að senda skjöl í undirritun á aðila sem eiga rafræn skilríki frá Evrotrust.

Undirritandi getur fengið útgefin rafræn skilríki frá Evrotrust með því að sækja Evrotrust appið á Apple App Store eða Google Play Store og mynda vegabréfið sitt og andlit með myndavélinni á símanum.

Nánari leiðbeiningar geta undirritendur fundið með því að velja Nýskráning hjá Evrotrust á innskráningarmynd Signet.



Þegar undirritandinn hefur fengið sér rafræn skilríkin og skráð sig inn í Signet er hægt að senda undirritanda skjal. Skjalið er sent með því að velja Evr og stimpla inn símanúmer. Athugið að símanúmerið þarf að vera með landsnúmeri (til dæmis +354 fyrir Ísland).






Ef þú átt ekki rafræn skilríki frá Auðkenni og kemst ekki á afgreiðslustað Auðkennis til þess að fá ný rafræn skilríki þá getur þú sótt rafræn skilríki frá Evrotrust.

Til að frá útgefin rafræn skilríki frá Evrotrust þarftu að sækja Evrotrust appið á Apple App Store eða Google Play Store og mynda vegabréfið þitt og andlit með myndavélinni á símanum.

Nánari leiðbeiningar getur þú fundið með því að velja Nýskráning hjá Evrotrust á innskráningarmynd Signet.



Þegar þú hefur fengið útgefin rafræn skilríki í appinu frá Evrotrust þarftu að skrá þig inn á Signet með því að setja inn símanúmerið sem þú notaðir fyrir Evrotrust skráningarferlið í Signet innskráningunni.

Þegar þú skráir þig inn á Signet færðu skilaboð um að mælt sé með því að bæta við rafrænum skilríkjum með kennitölu.

Þegar þú hefur fengið nýtt skilríki með kennitölu getur þú skráð þig inn í Signet með skilríkinu sem inniheldur kennitöluna þína og nálgast skjöl sem þér hafa verið send í undirritun.



1. Veldu Sign for free
2. Veldu rafræna skilríkið með kennitölu (personal ID number included)
3. Settu inn PIN númerið þitt til að staðfesta

Þegar þú hefur skráð þig inn á Signet getur þú skoðað skjölin þín undir Yfirlit skjala. Smelltu á undirrita aðgerðina til að skoða og undirrita skjalið.



Til að undirrita skjalið, smelltu á Undirrita hnappinn.



1. Veldu Sign for free
2. Settu inn PIN númerið þitt til að staðfesta




Skjalið hefur verið undirritað. Mælt er með að þú vistir skjalið í tölvunni/símanum þínum þar sem skjölum er eytt úr Signet eftir 90 daga.


You can get digital certificates from Evrotrust by getting the Evrotrust app on Apple App Store or Google Play Store and take a photo of your passport and face with the phone’s camera.

More instructions can be found by choosing Register with Evrotrust on Signet's login page.



When you have your digital certificates in the app from Evrotrust, you need to login to Signet entering the phone number you used for the Evrotrust registration on the Signet's login page.



1. Choose Sign for free
2. Select your certificate
3. Type in your PIN to confirm

Complete the registration in Signet by accepting the terms & conditions and privacy policy and click Register.



When you’ve completed the registration with Evrotrust and to Signet, documents can be sent to you for digital signature by using your phone number.

When you've received a signature request for a document, you can view and sign the document with your Evrotrust certificates. For more information see the FAQ How do I sign a document in Signet with Evrotrust certificate?.


Before you can receive signature requests from Signet, you must get digital certificates and register to Signet according to the FAQ How do I register and sign documents with digital certificates from Evrotrust?.

When you get document to be signed in Signet, you will get an email with a direct link to the document.



To open and view the document click “View and sign” button in the email notification and authenticate to Signet with your phone number



1. Choose Sign for free (note that you‘re not signing the document in this step but authenticating to view the document)
2. Select your certificate
3. Type in your PIN to confirm

When you've logged in, you can view and sign the document.



Click the "Sign" button to sign the document.



1. Choose Sign for free
2. Type in your PIN to confirm

The document has been signed successfully. It’s recommended to download the document and save it on your computer/phone because it will be deleted from Signet in 90 days.

Your Evrotrust ID / Personal ID Number can be used to send documents to you in Signet. You can either find this information in Signet or in the Evrotrust app.

Signet
1. Go to Signet's login page.
2. Login with your Evrotrust certificates
3. Choose the menu in the upper right corner
4. Choose Your registration





Evrotrust app

1. Open the Evrotrust app in your phone.
2. Choose Certificates
3. Select the Certificate that you will use to sign documents in Signet
The number below Personal ID Number is your Evrotrust ID.




Skilríki eru gefin út af Auðkenni, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef þeirra audkenni.is.

Hægt er að athuga stöðuna á skilríkjum með því að heimsækja þjónustuvef Auðkennis

Signet býður eingöngu upp á rafrænar undirritanir með skilríkjum útgefnu af Fullgildu Auðkenni. Signet styður bæði skilríki í síma og á kortum.

Með því að opna skjal í Adobe Reader...

Signet notast við svokallaða langtímaundirritun sem veldur því að undirritanir standast tímans tönn.

Samkvæmt lögum eru rafrænar undirritanir jafn réttháar og pappírs undirritanir.

Rafrænar undirritanir eru öruggari en undirritanir á pappír.

Rafræn undirritun er æðisleg.

Rafrænar undirritanir notast við örugg og áreiðanleg reiknialgrím sem eru eins örugg og mögulegt er.

Þar sem rafræn skilríki á síma notast við dreifikerfi símafyrirtækjanna þá geta skilaboð verið lengi að berast eða jafnvel týnst. Ef slíkt gerist er best að bíða í u.þ.b. 10mín og reyna aftur síðar

Skoðunaraðilar hafa aðgang að skjalinu í Signet, geta hlaðið því niður og fylgst með stöðu þess, þ.e. hvaða undirritendur hafa undirritað skjalið.

Skoðunaraðila er bætt við með því að virkja Stillingar og haka við Leyfa skoðunaraðila. Þá birtist takki til þess að bæta við skoðunaraðila.




Þegar undirritanir eru framkvæmdar í Signet, þá gengur kerfið úr skugga um að undirritunin sé gild, þannig að notendur geta treyst því að undirritanir framkvæmdar með Signet eru gildar og standast gagnavart lögum.

Hægt er að fara inn á Sannreyningaþjónustu Signet eða á signet.is og velja þar Valmynd og Sannreyna undirritun og hlaða upp undirrituðum skjölum til þess að sannreyna að undirritanir séu í lagi.



Einnig er hægt að sannreyna rafrænar undirritanir í Adobe Acrobat skv. leiðbeiningunum sem finna má hér.

Hægt er að velja staðsetningu undirritunarstimpilsins í skjali fyrir sérhvern undirritanda.

Staðsetning undirritana er valin með því að virkja Stillingar og haka við Stýra staðsetningu. Þá birtist felligluggi með fyrirfram ákveðnum reitum og reitur fyrir númer blaðsíðu.



Til þess að láta undirrituninarstimpilinn koma í öftustu blaðsíðuna í skjalinu getur þú sett inn gildið 0 sem blaðsíðu.

Athugaðu að ekki er hægt að setja inn texta með undirritun þegar staðsetning undirritunar er valin en hér getur þú hlaðið niður Word skjölum með staðsetningu undirritana ef þú vilt undirbúa skjalið þitt:

Smelltu hér til að hlaða niður Word skjali með staðsetningum.

Signet undirritanir fyrir einstaklinga
Hægt er að kaupa einstaklingsáskrift með kreditkorti á vefnum signet.is og velja áskriftarleið.

Einnig er hægt að kaupa stakar undirritanir sem gilda í 3 mánuði.

Signet undirritanir fyrir fyrirtæki: Signet team
Hægt er að stofna áskrift fyrir fyrirtæki þar sem sett eru upp teymi fyrir starfsfólk. Teymi eru sameiginlegt vinnuborð starfsfólks sem þarf að senda skjöl í undirritun og geta þau því tekið við og/eða fylgt eftir málum hjá hvort öðru.

Hafið samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um fyrirtækjaáskrift.

Samanburður á þjónustuþáttum Signet og Signet team:



Rafræn eyðublöð: Signet forms
Signet býður upp á uppsetningu rafrænna eyðublaða þar sem hægt er að fylla þau út á fljótlegan hátt og undirrita í beinu framhaldi. Hægt er að setja hlekk á rafrænu eyðublöðin á vefsíðu eða nota þau innanhúss, eyðublöðin geta til dæmis verið samningar, umsóknir, yfirlýsingar o.s.frv. Útlit eyðublaðanna er sniðið að útliti fyrirtækis.

Rafrænn flutningur gagna: Signet transfer
Signet transfer er öruggur rafrænn flutningur gagna (rafrænn ábyrgðarpóstur) þar sem hver sending er læst niður á rafræn skilríki móttakenda og getur aðeins verið sótt einu sinni. Hægt er að sækja kvittun fyrir staðfestingu á sendingu og móttöku sendinga.

Hægt er að vera í áskrift til þess að senda til einstaklinga og/eða til þess að móttaka gögn frá hverjum sem er.

Hafið samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.

Yfirlit yfir áskriftaleiðir Signet transfer:




Þú getur búið til hópa af undirritendum sem flýtileið ef þú þarf oft að senda skjöl til undirritunar á sama hópinn.

Þú býrð til hóp undir Hópar eftir að hafa skráð þig inn á signet.is.


Þú getur sótt undirrituð skjöl með því að skrá þig inn á signet.is, velja Yfirlit skjala og smella á niðurhalstáknið.



Mikilvægt er að vista undirrituð skjöl þar sem að þeim er eytt úr Signet eftir 90 daga.

Signet sendir tölvupóst til undirritenda skjala. Í tölvupóstinum er hlekkur á skjalið í Signet og undirritandi þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að skoða skjalið.





Einnig er hægt að nálgast skjöl undir Yfirlit skjala í Signet. Þar er svo valið undirritun sem sendir þig í undirritunarviðmót Signet.





Þegar skjalið hefur verið opnað í Signet er það undirritað með því að smella á Undirrita og undirritunar-PIN rafrænu skilríkjanna stimplað inn þegar boð koma á símann: