Signet undirritanir fyrir einstaklinga
Hægt er að kaupa einstaklingsáskrift með kreditkorti á vefnum
signet.is og velja áskriftarleið.
Einnig er hægt að kaupa stakar undirritanir sem gilda í 3 mánuði.
Signet undirritanir fyrir fyrirtæki: Signet team
Hægt er að stofna áskrift fyrir fyrirtæki þar sem sett eru upp teymi fyrir starfsfólk. Teymi eru sameiginlegt vinnuborð starfsfólks sem þarf að senda skjöl í undirritun og geta þau því tekið við og/eða fylgt eftir málum hjá hvort öðru.
Hafið samband við
sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um fyrirtækjaáskrift.
Samanburður á þjónustuþáttum Signet og Signet team:
Signet býður upp á uppsetningu rafrænna eyðublaða þar sem hægt er að fylla þau út á fljótlegan hátt og undirrita í beinu framhaldi. Hægt er að setja hlekk á rafrænu eyðublöðin á vefsíðu eða nota þau innanhúss, eyðublöðin geta til dæmis verið samningar, umsóknir, yfirlýsingar o.s.frv. Útlit eyðublaðanna er sniðið að útliti fyrirtækis.
Signet transfer er öruggur rafrænn flutningur gagna (rafrænn ábyrgðarpóstur) þar sem hver sending er læst niður á rafræn skilríki móttakenda og getur aðeins verið sótt einu sinni. Hægt er að sækja kvittun fyrir staðfestingu á sendingu og móttöku sendinga.
Hægt er að vera í áskrift til þess að senda til einstaklinga og/eða til þess að móttaka gögn frá hverjum sem er.
Hafið samband við
sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.
Yfirlit yfir áskriftaleiðir Signet transfer: