Signet

Spurt og svarað


Signet Transfer styður PDF, TXT, DOC, DOCX, XLS, XLSX, VSD og ZIP skrár.

Signet Transfer styður allt að 500MB skrám

Signet transfer er öruggur rafrænn flutningur gagna (rafrænn ábyrgðarpóstur) þar sem hver sending er læst niður á rafræn skilríki móttakenda og getur aðeins verið sótt einu sinni. Hægt er að sækja kvittun fyrir staðfestingu á sendingu og móttöku sendinga.

Hægt er að vera í áskrift til þess að senda til einstaklinga og/eða til þess að móttaka gögn frá hverjum sem er.

Hafið samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.

Yfirlit yfir áskriftaleiðir Signet transfer:




Tvær áskriftarleiðir eru í boði í Signet transfer og hægt er að vera í áskrift að báðum leiðum.

a) Lausn fyrir notendur til þess að geta sent gögn til allra sem eiga íslenska kennitölu.

b) Lausn til þess að geta móttekið gögn frá öllum sem eiga íslenska kennitölu með því hafa uppsetta móttökugátt. Áskriftin innifelur fyrirtækjagátt og opna móttökuhópa.

Hafið samband við sölufulltrúa til þess að fá frekari upplýsingar um áskrift að Signet transfer.

Yfirlit yfir þjónustuþætti Signet transfer:




Signet Transfer býður eingöngu upp á auðkenningu með skilríkjum útgefnu af Fullgildu Auðkenni. Signet styður bæði skilríki í síma og á kortum.

Skilríki eru gefin út af Auðkenni, frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef þeirra audkenni.is.

Þar sem rafræn skilríki á síma notast við dreifikerfi símafyrirtækjanna þá geta skilaboð verið lengi að berast eða jafnvel týnst. Ef slíkt gerist er best að bíða í u.þ.b. 10mín og reyna aftur síðar